Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Möguleiki að kvika læðist upp til yfirborðs
Laugardagur 2. mars 2024 kl. 18:47

Möguleiki að kvika læðist upp til yfirborðs

Á þessum tímapunkti hefur smáskjálftavirknin sem hófst rétt fyrir klukkan fjögur í dag hætt. Líkur eru því á að kvikuhlaupið hafi stöðvast í bili, segir Veðurstofa Íslands.

Áfram mælist aflögun á svæðinu. Því er of snemmt að fullyrða að kvikuhlaupinu sé lokið og að ekki komi til eldgoss að þessu sinni. Þegar um kvikuhlaup er að ræða mælist aflögun í nokkrar klukkustundir eftir að skjálftavirknin hættir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurstofan heldur því áfram að vakta svæðið til að fylgjast með hvort að virknin taki sig upp aftur næstu klukkustundirnar eða hvort kvikuhlaupinu sé lokið. Sá möguleiki er fyrir hendi að kvika læðist upp til yfirborðs líkt og dæmi eru um í eldgosum við Fagradalsfjall.