Möguleiki á skúrum síðdegis
Veðurspá fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir hægri norðaustlægri eða breytilegri átt. Bjart með köflum, en víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 17 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag: Norðlæg átt, 8-13 m/s um vestanvert landið, en annars hægari. Víða rigning með köflum og jafnvel slydda til fjalla, en lengst af þurrt og bjart veður SV-lands. Hiti 4 til 15 stig, hlýjast suðvestantil. ??
Á sunnudag:? Norðaustan 5-10 m/s. Rigning með köflum um mest allt land, en skúrir á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast suðvestantil. ??
Á mánudag, þriðjudag og miðvikudag:? Áfram útlit fyrir norðan- og norðaustanáttir með vætu víða um land, síst þó suðvestan- og vestantil. Hægt hlýnandi veður.
Af www.vedur.is