Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Möguleikar og hagnýting samrunaorku
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 11:55

Möguleikar og hagnýting samrunaorku

Sveinn Ólafsson, vísindamaður á Raunvísindastofnun Háskóla Íslands verður með opinn fyrirlestur um samrunaorku, þriðjudaginn 18. mars næstkomandi kl. 12 - 13. Fyrirlesturinn er öllum opinn og er á vegum tæknifræðináms Keilis og Háskóla Íslands.

Samrunaorka er eina orkugerðin sem getur leyst orkuvanda heimsins um ókomna framtíð. Hún er orkubrunnur sólarinnar og þar með undirstaða lífs á jörðunni. Samrunaorka verður að mestu til við samruna vetniskjarna í helínkjarna í innsta og heitasta hluta sólarinnar.

Í erindinu verður farið yfir eðlisfræði samruna í sólinni og sagt frá rannsóknum sem miða að beisla samrunaorku með því að líkja eftir þeim heitu aðstæðum sem eru til staðar í sólinni. Ennfremur er sagt frá rannsóknum á köldum samruna og framförum á því sviði síðustu 60 árin. Ein gerð kalds samruni var first uppgötvaður fyrir slysni rétt eftir stríð (1947) og var þróuð áfram þar til að í lok síðustu aldar gat aðferðin gefið 40% af orkunni til baka sem fór í að framkvæma hana.

Fleischmann and Pons kynntu síðan nýja og mun umdeildari aðferð árið 1989 sem á sér stað í Pd og fleiri málmum. Núna 24 árum seinna er þekking vísindamanna er stunda rannsóknir á þessu umdeilda fyrirbæri mun meiri og er það nú almennt viðurkennt af fólki sem hefur kynnt sér birtar greinar á þessu sviði.

Rannsóknasviðið er enn hinsvegar ekki fjármagnað sem sérstakt grunn-rannsóknasvið. Almennt sýna slík vanfjármögnuð rannsóknasvið einkenni  vísinda-kukls, leyndar, vanþekkingar, óþarfa endurtekninga og mistaka. Sagt verður frá þessu í erindinu ásamt því að nýjust framfarir og fræðilegar hugmyndir verða kynntar. Ennfremur verða kynntar áætlaðar mælingar í Háskóla Íslands á eiginleikum Rydberg efna sem hafa sýnt ofurþéttni í mælingum.

Fyrirlesturinn fer fram í aðalbyggingu Keilis á Ásbrú, þriðjudaginn 18. mars kl. 12 - 13.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024