Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mögulegt þjónusturof vegna náttúruhamfara
Fimmtudagur 9. nóvember 2023 kl. 14:05

Mögulegt þjónusturof vegna náttúruhamfara

HS Veitur hafa tekið saman ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Almannavarnir hafa lýst yfir óvissuástandi á Suðurnesjum vegna jarðhræringa og mögulegs eldgoss. Ljóst er að aðstæður geta breyst mjög hratt ef kemur til eldgoss og í vissum sviðsmyndum slíkra atburða gætu samfélagslega mikilvægir innviðir verið í hættu.

Hér er vísað til dreifingar á raforku, heitu vatni og neyslu vatni. Heitt vatn fyrir íbúa og fyrirtæki á Reykjanesi er unnið í jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi. Neysluvatn flestra íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi kemur úr vatnsbólum í Lágum sem er skammt vestan við Svartsengi. Þessi vatnsból þjóna einnig hlutverki fyrir hitaveituna því kalt frá þeim er leitt til jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi og hitað þar upp til að senda inn á kerfi hitaveitunnar eins og áður segir. Hvort þessar auðlindir önnur hvor eða báðar, þ.e. heitt og kalt vatn, fer út ræðst því að hvar eldgosið kemur upp og hvernig hraunrennsli frá því hegðar sér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í ábendingunum á heimasíðu HS Veitna er fjallað um viðbrögð við þeim aðstæðum sem geta komið upp, þ.e. rafmagnsleysi, vatnsleysi og heitavatnsleysi en einnig þeirri sviðsmynd að aðgengið verði takmarkað að þessari þjónustu. Í því samhengi er rétt að taka fram að HS Veitur, HS Orka, Landsnet og stjórnvöld vinna að viðbrögðum og mögulegum björgum komi þessar aðstæður upp.

Hér er prentvæn útgáfa af leiðbeiningunum.

Hér er tengill á samantektina hjá HS Veitum.