Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mögnuð norðurljósasýning
Fimmtudagur 20. september 2012 kl. 10:55

Mögnuð norðurljósasýning

Það var mögnuð norðurljósasýning á himninum yfir Reykjanesskaganum í gærkvöldi og af upplýsingum af samfélagsmiðlum þá virðist fólk hafa staðið agndofa og horft á þetta sjónarspil á himni. Norðurljósaspá fyrir kvöldið í kvöld er mjög góð. Það á hins vegar að þykkna upp með kvöldinu á Suðurnesjum og því spurning hvort við fáum eins glæsilega sýningu og í gærkvöldi.

Ljósmyndari Víkurfrétta tók þessar tvær myndir þegar sýningu gærkvöldsins var að ljúka. Skömmu áður má segja að himininn hafi verið logandi af norðurljósum. Þá var hins vegar ljósmyndavélin víðsfjarri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-myndir: Hilmar Bragi