Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Módel.is og Víkurfréttir hefja samstarf
Mánudagur 12. júlí 2004 kl. 13:03

Módel.is og Víkurfréttir hefja samstarf

Módel.is hefur hafið samstarf við Víkurfréttir og Qmen við leit að fyrirsætum. Leitað er að bikiní módeli ársins og mun sú stúlka prýða blaðsíður vinsælustu blaða landsins næstu mánuði og ár. Þær stúlkur sem birtast sem Qmen stúlkan, ásamt þeim stúlkum sem kepptu í sumarstúlku Hafnarfjarðar, Álftanes og Garðabæjar, mun bjóðast að fara í prufu á vegum módel.is. Þetta gefur stúlkum Qmen skemmtilegt tækifæri að koma sér enn meira á framfæri sem fyrirsætur í allskyns verkefnum. Ásdís Rán, framkvæmdastjóri módel.is, sagði í samtali við Víkurfréttir að þær stelpur sem hafa nú þegar birst á vef Víkurfrétta séu gott efni í fyrirsætur og sé velkomið að mæta í prufu hjá módel.is. Haft verður samband við stelpur Qmen og Sumarstúlkunar á næstu dögum en þeim er bent á að hafa samband í síma 421-0000 eða í síma 697-5837 ef þeim gefst kostur á.

 

Myndin: Bryndís birtist í síðasta blaði sem Qmen stúlkan VF-myndin/Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024