MOA vinni heildarúttekt á útgerð og fiskvinnslu í Sandgerði
Bæjarráð Sandgerðis ætlar að fara þess á leit við MOA að gera heildarúttekt á útgerð og fiskvinnslu í bæjarfélaginu í ljósi þeirra breytinga sem orðin er á síðustu árum. Bæjarstjóri Sandgerðisbæjar lagði fram tillögu þess efnis til umfjöllunar í bæjarráði Sandgerðis í vikunni.Bæjarráð óskar eftir því að greinargerðin taki tillit til þeirra breytinga sem orðin er á tíu ára tímabili þ.e. frá árinu 1992 – 2002. MOA kanni einnig núverandi nýtingu þeirra húsa sem áður voru í fullri vinnslu við sjávarútveg í byggðarlaginu og að hugað verði að breytingum á högum þess fólks sem vann við útgerð og fiskvinnslu á umræddu tímabili.
Segir að greinargerð MOA verði notuð til að leggja fram staðreyndir um stöðu sjávarútvegs í byggðarlaginu við Byggðastofnun og til að móta m.a. nýja atvinnustefnu fyrir Sandgerðisbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, hafnarstjóra og byggingarfulltrúa að aðstoða
MOA við öflun gagna og úrvinnslu. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarráði Sandgerðis.
Segir að greinargerð MOA verði notuð til að leggja fram staðreyndir um stöðu sjávarútvegs í byggðarlaginu við Byggðastofnun og til að móta m.a. nýja atvinnustefnu fyrir Sandgerðisbæ.
Bæjarráð felur bæjarstjóra, hafnarstjóra og byggingarfulltrúa að aðstoða
MOA við öflun gagna og úrvinnslu. Þetta var samþykkt samhljóða í bæjarráði Sandgerðis.