Fimmtudagur 20. maí 1999 kl. 23:20
MJÖLPOKI BRÝTUR BEIN
Vinnuslys varð í Helguvíkurhöfn þann 15. maí. sl. kl. 21. Slysið varð í starfsstöð SR Mjöls er mjölpoki féll úr þar til gerðu stæði og á starfsmann. Sá slasaði hlaut opið beinbrot á hægri fæti og var fluttur á Landspítalann í Reykjavík eftir viðkomu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.