Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög slæmur andi meðal starfsmanna Varnarliðsins
Fimmtudagur 26. febrúar 2004 kl. 15:45

Mjög slæmur andi meðal starfsmanna Varnarliðsins

Ekki er gert ráð fyrir því að liðsmenn kafbátaleitardeildar Varnarliðsins snúi aftur til Íslands, en deildin fór frá landinu í byrjun febrúar. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er verið að ráðstafa allri aðstöðu deildarinnar til nota fyrir aðra starfsemi. Heimildarmenn Víkurfrétta innan Varnarliðsins segja að mjög slæmur andi sé meðal starfsfólks og að starfsmenn mæti illa og tilkynni sig oft veika. „Mörgum líður þannig að þeir séu að vinna hjá gjaldþrota fyrirtæki. Það veit enginn hvað gerist þó allir viti að þetta sé rétt að byrja og að það eigi eftir að segja fleira fólki upp störfum. Mórallinn er hreint út sagt hrikalegur,“ sagði einn heimildarmanna Víkurfrétta.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024