Mjög rólegt hjá lögreglunni
Mjög rólegt var hjá lögreglunni í Keflavík í gærkveldi og í nótt að sögn vaktmanna. Engin óhöpp urðu í umferðinni svo best er vitað þrátt fyrir að talsverð hálka hafi verið á götum og skyggni ekki gott. Lögreglan þurfti ekki að hafa afskipti af neinum ökumönnum né af næturlífinu og því hægt að segja að Suðurnesjamenn hafi verið til fyrirmyndar í upphafi helgar.