Mjög mikil ánægja með þjónustu Grindavíkurbæjar
Grindavíkurbær heldur áfram að bæta sig þegar kemur að þjónustu við íbúa bæjarins. Ný þjónustukönnun á vegum Gallup staðfestir þetta. Undanfarin ár hefur Grindavíkurbær verið að koma vel út úr flestum þáttum könnunarinnar. Í ár má sjá að ánægja íbúa bæjarins í þeim tólf þáttum sem spurt er um, er alls staðar yfir landsmeðaltali sem verður að teljast nokkuð gott.
Könnunin er gerð meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins og framkvæmd á tímabilinu 8. nóvember 2021 til 12. janúar 2022.
92% íbúa eru ánægðir með sveitarfélagið sem stað til að búa á. 89% eru ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar í sveitarfélaginu. 84% eru ánægð með gæði umhverfisins í nágrenni við heimili sitt. 81% eru ánægð með þjónustu sveitarfélagsins á heildina litið, bæðu út frá reynslu og áliti. 79% eru ánægð með þjónustu leikskóla sveitarfélagsins. 76% eru ánægð með þjónustu grunnskóla sveitarfélagsins. 69% eru ánægð með þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. 69% eru ánægð með þjónustu í tengslum við sorphirðu í sveitarfélaginu. 68% eru ánægð með hvernig sveitarfélagið sinnir menningarmálum. 63% eru ánægð með skipulagsmál almennt í sveitarfélaginu. 61% eru ánægð með þjónustu við eldri borgara í sveitarfélaginu. 56% eru ánægð með þjónustu við fatlað fólk í sveitarfélaginu.
Nánar má lesa um könnunina á vef Grindavíkurbæjar, grindavik.is.