Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög hvasst undir hádegi, en lægir með kvöldinu
Fimmtudagur 13. september 2007 kl. 09:16

Mjög hvasst undir hádegi, en lægir með kvöldinu

Faxaflói
Austan 5-10 m/s og rigning með köflum. Gengur í norðan 15-23 undir hádegi og léttir til. Lægir smám saman í kvöld og nótt, norðaustan 3-8 og léttskýjað á morgun. Kólnandi veður, hiti 2 til 7 stig síðdegis.
Spá gerð: 13.09.2007 06:43. Gildir til: 14.09.2007 18:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austan 10-15 m/s S- og V-til, en mun hægari NA-lands. Rigning S-lands, stöku él NA-lands, en annars þurrt. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast syðst.

Á sunnudag:
Norðan 8-13 m/s og skúrir eða slydduél norðan- og austanlands, en bjart S- og V-til. Fremur kalt og víða næturfrost.

Á mánudag:
Snýst í SV átt með súld eða rigningu V-til á landinu, en léttir til fyrir austan. Fer hlýnandi.

Á þriðjudag og miðvikudag:
S-læg átt með vætu, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 5 til 10 stig.
Spá gerð: 13.09.2007 08:40. Gildir til: 20.09.2007 12:00.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024