Mjög hvasst á Reykjanesbraut í dag
Mjög hvasst hefur verið á Reykjanesbraut í allan dag en án nokkurra vandræða þó. Þannig var vindur allt að 20 metrar á sekúndu um miðjan dag og fór í allt að 28 metra á sekúndu í hviðum.Þrátt fyrir mikið rok og rigningu fór allt fram stórslysalaust og dagurinn tíðindalaus hjá lögreglu að sögn Halldórs Jenssonar varðstjóra.