Mjög góður afli skipa frá Grindavík
 Línubátarnir frá Grindavík eru komnir á fullt eftir sumarstoppið og eru að rótfiska.
Línubátarnir frá Grindavík eru komnir á fullt eftir sumarstoppið og eru að rótfiska.„Þetta er allt komið í gang og aflinn er mjög góður hjá skipunum héðan,“ sagði Sverrir Vilbergsson hafnarstjóri Grindavíkurhafnar í samtali við Víkurfréttir og taldi útlitið mjög gott.
„Vísisbátarnir hafa verið að rótfiska fyrir austan en bátarnir frá Þorbirni Fiskanes hafa landað hér í Grindavík.“
Geirfugl GK landaði 61 tonni í gær og Valdimar GK landaði 54 tonnum í gær. Þá kom frystitogarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK í land með 440 tonna afla. Aflaverðmæti er um 45 milljónir króna eftir 18 daga veiðiferð.
Mynd: Hrafn Sveinbjarnarson GK; af vef Þorbjarnar Fiskaness.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				