Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög gagnlegur fundur um Helguvíkurálver
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 17:05

Mjög gagnlegur fundur um Helguvíkurálver

„Þetta var mjög góð umræða. Ég tel að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur fyrir alla aðila og hjálpað við að koma málinu áfram,“ segir Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls við mbl.is eftir fund sem iðnaðarráðherra boðaði til í dag um stöðu framkvæmda við Helguvíkurálverið.

Fundurinn var haldinn í húsnæði Ríkissáttasemjara eftir hádegi í dag. Hann sátu forsvarsmenn Norðuráls, orkufyrirtækja, Orkustofnunar, sveitarfélaga á Suðurnesjum og forystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins auk Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Engar ákvarðanir voru teknar en að sögn Ragnar var farið yfir hver væru helstu verkefnin sem þarf að leysa til að koma framkvæmdum áfram. Ragnar sagði mikilvægt að menn vinni samhentir að því að leysa það sem út af stendur.

www.mbl.is