Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mjög dökk sviðsmynd raungerðist
Frá fundinum. VF/Sigurbjörn Daði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 17. janúar 2024 kl. 10:56

Mjög dökk sviðsmynd raungerðist

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði á íbúafundi með Grindvíkingum í gær nýliðinn sunnudag hafa verið þannig að þar horfðum við upp á mjög dökka sviðsmynd raungerast. Verið væri að horfa fram á breytta stöðu en allt frá upphafi hefur verið forgangsmál að tryggja öryggi, líf og limi. Þegar það hafi verið gert verði hægt að fara í verðmætabjörgun í Grindavík.

Katrín fór yfir úrræði ríkisvaldsins í húsnæðismálum Grindvíkinga og sagði frá því að í næstu viku verði keyptar 70 íbúðir til viðbótar við þær 80 sem húsnæðisfélagið Bríet hafði áður keypt. Þá sagði hún frá því að viðræður hafi átt sér stað við lífeyrissjóðina til að tryggja að staða Grindvíkinga þar yrði sambærileg við stöðu þeirra hjá bönkunum. Þá verði kraftur settur í stuðning við íbúa Grindavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Katrín sagði að einnig væri verið að skoða úrræði til lengri tíma, þannig að Grindvíkingar geti byggt sér upp heimili á nýjum stað. Þá væri unnið að frumvarpi um rekstrarstuðning við fyrirtæki í Grindavík. Greiðsla launa væri tryggð út júní. Þá ætti að veita Grindvíkingum sálrænan stuðning og taka sérstaklega utan um börnin.

Katrín sagði allar áætlanir gera ráð fyrir að verja Grindavík áfram. Nú þyrfti að kortleggja sprungur og hvernig Grindavík væri neðanjarðar. Hún sagði að nú stæðum við frammi fyrir fordæmalausum aðstæðum þegar kemur að efnahagslegu og samfélagslegu verkefni.

Þá sagði Katrín að ekki hefur verið greindur kostnaður við skammtímaúrræði á móti því að kaupa upp eignir í Grindavík. Það sé unnið að því núna að reikna það dæmi.