Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 24. mars 2003 kl. 16:06

Mjaðmagrindarbrotnaði í samkvæmi

Lögreglan í Keflavík hafði í nógu að snúast um helgina. Klukkan rúmlega 3 á laugardagsnótt var lögreglan kölluð að húsi í Sandgerði þar sem samkvæmi stóð yfir. Mikil ölvun var í samkvæminu og í kjölfar slagsmála sem þar urðu datt einn gestanna og var hann fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Talið var að maðurinn væri mjaðmagrindarbrotinn og var hann þá fluttur á Háskólasjúkrahúsið í Fossvogi.Einn aðili var vistaður í fangageymslu eftir að honum lenti saman við samferðarfólk sitt í rútu í Grindavík. Maðurinn var mikið ölvaður og æstur þegar lögreglumenn handtóku hann. Náði maðurinn m.a. að dælda afturhurð lögreglubílsins með því að sparka í hurðina. Á sunnudagsmorgun var brotist inn í hesthús á Vogastapa við Innri-Njarðvík þar sem rafmagnsbrýni var stolið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024