Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

MÍT gerir þjónustusamning við Skátafélagið Heiðabúa
Þriðjudagur 9. mars 2004 kl. 15:17

MÍT gerir þjónustusamning við Skátafélagið Heiðabúa

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar (MÍT) samþykkti á fundi sínum þjónustusamning við Skátafélagið Heiðabúa til eins árs og er heildarfjárhæð samningsins kr. 1.480.000. Með samninginum er kveðið á um áherslur varðandi skátastarf í Reykjanesbæ og gagnkvæmar skyldur Reykjanesbæjar og Heiðabúa varðandi útfærslu á barna- og unglingastarfi og öðru starfi á vegum skátafélagsins.  Samningurinn mótar stefnu í framkvæmd barna- og unglingastarfs á vegum félagsins á gildistíma hans.  Skátafélagið mun sýna fram á árangur af starfseminni í ársskýrslu með samanburði við upphafleg markmið.

Við undirritun samningsins skulu Heiðabúar leggja fram áætlun til þriggja ára um helstu verkefni og áherslur í barna- og unglingastarfi á tímabilinu. Félagið skal í áætlunum sínum setja fram skýr markmið um starfsemina, tillögur að settu marki og hvernig skuli staðið að mati á árangri.  Áætlunin skal endurskoðuð í september ár hvert í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins.Samningurinn mun fara til afgreiðslu bæjarstjórnar þriðjudaginn 16. mars n.k.

Á gildistíma samningsins greiðir MÍT Heiðabúum kr. 1.480.000 vegna eftirfarandi:A) Þjóðhátíðardagur vegna skrúðgöngu og fánahyllingar.• kr. 200.000.-B) Ljósanótt vegna uppsetningu á tjaldbúðum og kynningu á starfsemi félagsins.• kr. 50.000.-C) Þrettándafagnaður vegna skrúðgöngu, kyndilburðar og til hlutverkaleikja í skrúðgöngu og við álfabrennu.• kr. 100.000.-D) Sumardagurinn fyrsti, m.a. vegna aðstöðu í Reykjaneshöll og hátíðarhalda sem þeir skipuleggja á þessum degi, þ.m.t. skrúðganga.• kr. 100.000.- (+ dagsleiga í Reykjaneshöll ef óskað er)E) Smíðavöllur. Rekstur samkvæmt samningi við Vinnuskólann. • kr. 450.000 auk þátttökugjalda.F) Kynning á skátastarfi innan Frístundaskólans.• kr. 100.000.-G) Efling á innra starfi í Heiðabúum og kynningarstarfa.• kr. 200.000.-H) Leiðtogaþjálfun og fræðsla fyrir skátaforingja.• kr. 100.000.-I) Niðurfelling fasteignagjalda á skátahúsinu við Hringbraut.• kr. 80.000.-J) Sláttur og umhirða á lóð skátahússins við Hringbraut.• kr. 100.000.-

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024