Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Fimmtudagur 11. desember 2003 kl. 11:59

Mistök við vinnslu á viðtali

Vegna mistaka við vinnslu blaðsins í gær varð ruglingur á svörum við spurningum sem lagðar voru fyrir Jón Gunnarsson þingmann Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi vegna tvöföldunar Reykjanesbrautar. Hér kemur viðtalið eins og það átti að birtast.

Hver er staðan á málinu ?
Það liggur ekkert fyrir og engir fjármunir til að flýta þessu eitt eða neitt. Það er verið að tala um að breikkun brautarinnar ljúki árið 2014.

Finnst þér að það ætti að flýta framkvæmdinni?
Mér finnst það engin spurning úr því menn byrjuðu á þessu að það eigi að ljúka breikkun brautarinnar. Það eru allir sammála um að það þurfi að gera og ég sé ekki tilganginn með því að draga framkvæmdina.

Nú hefur áhugahópur um örugga Reykjanesbraut komið fram með þá staðreynd að einn einstaklingur látist með rúmlega þriggja mánaða millibili. Hvað finnst þér um þá staðreynd?
Við vitum að Reykjanesbraut er í hópi þeirra vega þar sem flest alvarleg slys verða.  Við verðum að gera allt til þess að reyna að breyta því og tvöföldun brautarinnar miðar einmitt að því

Ætlar þú, sem þingmaður Suðurkjördæmis, beita þér eitthvað í þessu máli?
Ég mun örugglega gera það.
 
Muntu ræða við samgönguráðherra eða þingmannahóp Suðurnesja?
Ég vona allavega að þingmannahópurinn sé allur tilbúinn til að ýta á eftir þessu. Ég mun ýta á eftir málinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024