Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mistök við sýnatöku í Helguvík höfðu ekki áhrif
Föstudagur 31. mars 2017 kl. 14:26

Mistök við sýnatöku í Helguvík höfðu ekki áhrif

Mistök sem gerð voru við töku ryksýna í mælistöð Orkurannsókna Keilis við Hólmbergsbraut höfðu ekki áhrif á útkomu mælinga á magni arsens í andrúmslofti við kísilver United Silicon. Frá þessu er greint á vef RÚV.

Líkt og fram kom í frétt Víkurfrétta í gær voru mistökin þess eðlis að þegar ryksíur úr mælistöðinni voru sendar til rannsóknarstofunnar ALS í Svíþjóð var ekki send svokölluð „núllsía“ með. Það er ónotuð sía úr sama pakka og hinar síurnar sem notaðar voru. Það er gert því ýmis efni geta leynst í ónotuðum síum. Mælingar á tímabilinu október til desember á síðasta ári sýndu að styrkur arsens í andrúmslofti í nágrenni Helguvíkur var mun hærri en gert var ráð fyrir í umhverfismati. Í gær sendu Orkurannsóknir Keilis bréf til Umhverfisstofnunar þar sem tilkynnt var að þær háu tölur sem mældust séu úr öllu samhengi við raunverulega losun frá United Silicon.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Einnig leikur grunur á að mistök hafi verið gerð við efnagreiningar á ryksýnum hjá sænsku rannsóknarstofunni. Gróflega fimmföld aukning var á öllum efnum í lok árs en Þorsteinn Jóhannsson, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun, sagði í samtali við Víkurfréttir í gær að eðlilegra hefði verið að aukningin hefði verið mis mikil á milli efna.

Mælistöð Orkurannsókna Keilis við Hólmbergsbraut í Reykjanesbæ.