Mistök ollu rafmagnsleysi
Útsláttur á rafmagni varð á níunda tímanum í morgun í Keflavík og Njarðvík vegna vinnu við liðavernd í dreifikerfi HS Veitna.
Ástæðuna má rekja til mistaka við tilfærslu álags milli aðveitustöðva.
Á fésbókarsíðu sem HS Veitur halda úti er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að hafa valdið.