Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mistök í leiðréttingu The Sunday Times
Mánudagur 6. júní 2005 kl. 17:04

Mistök í leiðréttingu The Sunday Times

The Sunday Times hefur leiðrétt hina miður góðu umfjöllun sína um Bláa lónið. Þó var ekki farið með rétt mál í leiðréttingunni að sögn Magneu Guðmundsdóttur, kynningarstjóra Bláa lónsins.

Því var upphaflega haldið fram að lónið væri lítið annað en frárennsli frá varmaaflsvirkjuninni. Leiðréttingin hljóðaði svo að jarðsjórinn væri tekið beint úr iðrum jarðar. „Hið rétta er að jarðsjórinn er leiddur úr í lögnum sem fer beint heilsulind bláa lónsins annars vegar og í heilsulind Bláa lónsins hins vegar,“ sagði Magnea og bætti við að lýsing blaðamannsins hefði byggt á upplýsingum um gamla lónið en þá var notast við frárennsli frá virkjuninni.

„Við höfum fundið fyrir viðbrögðum frá fólki út af þessari umfjöllun en aðallega hefur fólk tjáð okkur að frásögn blaðamannsins sé ekki byggð á réttum grunni,“ sagði Magnea.

„Við vitum hins vegar að búningsherbergin geta verið þröng en við erum að vinna að því að stækka búningsklefana og starfsfólk Bláa lónsins kemur þeim upplýsingum til skila til gesta heilsulindarinnar,“ sagði Magnea að lokum.




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024