Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti stjórn á bíl sínum á Garðvegi
Þriðjudagur 20. desember 2005 kl. 10:17

Missti stjórn á bíl sínum á Garðvegi

Eitt umferðaróhapp varð í umdæmi lögreglunnar í gærkvöldi. Ökumaður varð fyrir því að missa stjórn á bifreið sinni á Garðvegi rétt hjá Stakksbraut. Bifreiðin lenti útaf og þurfti að kalla til dráttarbifreið til að koma henni aftur upp á veginn. Engin slys urðu á fólki.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna stöðvunarskyldubrots á gatnamótum Grindavíkurvegar og Reykjanesbrautar. Í viðtali lögreglu við ökumanninn kom í ljós að hann var sviptur ökuleyfi. Ökumaður var færður á lögreglustöð til skýrslutöku en var látinn laus að henni lokinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024