Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti stjórn á bíl í vatnselg á Brautinni
Þriðjudagur 2. nóvember 2010 kl. 09:00

Missti stjórn á bíl í vatnselg á Brautinni

Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í vatnselg á Reykjanesbrautinni síðdegis í gær. Lögregla, sjúkrabíll og tækjabíll frá Brunavörnum Suðurnesja voru send á vettvang slyssins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ökumaður var einn í bílnum og var hann sendur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar og þaðan áfram á Landsspítalann í Reykjavík til frekari skoðunar. Hann mun þó ekki hafa slasast alvarlega.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi slyssins síðdegis í gær.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson