Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Fréttir

Missti sígarettu og ók á staur
Föstudagur 16. nóvember 2012 kl. 12:55

Missti sígarettu og ók á staur

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp á Suðurnesjum í vikunni. Sum þeirra mátti rekja til hálku, en önnur voru af öðrum toga. Hið síðarnefnda átti við um ökumanninn, sem missti sígarettu í bílnum, teygði sig eftir henni og ók á staur.

Tvær bílveltur urðu , önnur á Reykjanesbraut, en hin síðari á Grindavíkurvegi í gær. Ökumaður og farþegi voru fluttir á sjúkrahús eftir seinni bílveltuna, en grunur leikur á að ökumaðurinn hafi verið undir áhrifum áfengis eða fíkniefna við aksturinn. Auk þessa urðu fimm árekstrar í vikunni og ökumaður missti stjórn á bifreið sini og hafnaði utan vegar.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Lögregla beinir þeim tilmælum til ökumanna að haga akstri sínum ævinlega miðað við aðstæður, ekki síst nú þegar búast má við hálku á vegum.

Dubliner
Dubliner