Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti meðvitund eftir fall af trambólíni
Fimmtudagur 21. júlí 2005 kl. 09:46

Missti meðvitund eftir fall af trambólíni

Laust eftir kl. 22:00 var lögregla og sjúkrabifreið kölluð að íbúðarhúsi í Keflavík en í bakgarði hússins hafði barn, 12 ára drengur, slasast við leik á trambólíni. Leiktækið var búið öryggisneti en pilturinn féll út um gat sem var á því og kom harkalega niður á steypta stéttina. Pilturinn hljóp því næst inn á heimilið en missti þar meðvitund. Hann var fluttur með sjúkrabifreið til Landsspítala Háskólasjúkrahúss. Lögreglu bárust upplýsingar um að pilturinn hefði komið til meðvitundar en yrði hafður undir eftirliti á Landsspítalanum fram á næsta dag.

Í þessu sambandi vill lögreglan í Keflavík árétta við foreldra og forráðamenn barna og ungmenna að huga að öryggisþáttum  þessara leiktækja. Eins er það ávísun á óhöpp eða slys ef margir eru að hoppa á þeim í einu en í leiðbeiningum sem fylgja flestum þessara leiktækja kemur fram að einungis einn skuli vera við leik í einu á leiktækjunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024