Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Missti framan af fingri í færibandi
Föstudagur 12. október 2018 kl. 12:43

Missti framan af fingri í færibandi

Starfsmaður sem var að vinna við færiband á vinnustað sínum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni klemmdi höndina með þeim afleiðingum að hluti eins fingurs fór af við fremsta lið. Viðkomandi var að hreinsa óhreinindi af færibandinu sem hafði verið stöðvað en það fór svo allt í einu af stað með framangreindum afleiðingum. Starfsmaðurinn var fluttur á slysadeild Landspítala í Fossvogi.
 
Þá varð vinnuslys á Keflavíkurflugvelli þegar starfsmaður rann til á færibandi og féll af því á jörðina. Hann var að loka farangursrými flugvélar þegar óhappið varð. Maðurinn fann til verkjar eftir fallið og var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024