Missti björgunarbát í sjóinn í ofviðri við Grindavík
Brot kom á flutningaskipið Skaftafell í gærkvöldi þegar það var statt um 11 mílur suðaustur af Hópsnesi í nágrenni Grindavíkur og við það missti skipið björgunarbát, sem verið var að flytja, í sjóinn, samkvæmt upplýsingum frá Tilkynningaskyldunni. Um var að ræða björgunarbát af gerðinni Arun sem Slysavarnarfélagið var að flytja inn frá Englandi og var báturinn á lúgunni á skipinu.
Ekki er vitað hvað varð af björgunarbátnum, en ofviðri var á þessum slóðum í gærkvöldi.
Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum var gert viðvart og nú er beðið eftir að birti og veður lægi til þess að hægt verði að kanna hvort björgunarbáturinn sé á floti. Brýnt er að sjófarendur sýni varúð þegar þeir fara um svæðið þar sem báturinn fór í sjóinn, en frá þessu er greint á mbl.is.
Ekki er vitað hvað varð af björgunarbátnum, en ofviðri var á þessum slóðum í gærkvöldi.
Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum var gert viðvart og nú er beðið eftir að birti og veður lægi til þess að hægt verði að kanna hvort björgunarbáturinn sé á floti. Brýnt er að sjófarendur sýni varúð þegar þeir fara um svæðið þar sem báturinn fór í sjóinn, en frá þessu er greint á mbl.is.