Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Misskipt veður
Mánudagur 5. maí 2008 kl. 09:25

Misskipt veður

Búast má við misskiptu veðri á Reykjanesskaganum í dag ef marka má veðurkortin á vedur.is. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd verður rigning í Reykjanesbæ en glampandi sól í Grindavík!

Annars hljóðar spá dagsins fyrir Faxaflóann á þessa leið: Suðaustan 3-8 m/s og víða léttskýjað. Heldur hvassari og ringing undir kvöld, en lægir síðar og léttir til. Austan 5-10 og dálítil rigning á morgun. Hiti 8 til 13 stig.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á miðvikudag:
Sunnan og síðan suðvestan 3-8 m/s og súld eða dálítil rigning sunnan- og vestanlands, en víða léttskýjað norðaustantil. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast norðaustanlands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á fimmtudag:
Norðaustan 5-10 m/s með norður- og austurströndinni og dálitilar skúrir, en hægari annars staðar og léttskýjað suðvestantil. Hiti 2 til 12 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á föstudag:
Austlæg átt og rigning, en þurrt að mestu norðvestanlands. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir austlæga átt með snjókomu norðantil á landinu, en rigningu sunnantil.

Á sunnudag:
Lítur út fyrir suðlæga átt með vætu.