Misskilin auglýsing
Þegar fyrirtæki auglýsa á pólsku er oftast nær verið að auglýsa eftir starfsfólki. Þess vegna hafa margir spurt forsvarsmenn SBK að því hvort það gangi virkilega svona illa að fá starfsfólk, eftir að SBK auglýsti á pólsku í Víkurfréttum nú fyrir skemmstu.
En SBK var ekki að auglýsa eftir starfsfólki, heldur var verið að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á pólsku. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hefur gríðarleg ásókn verið í hinar ýmsu ferðir sem SBK býður upp á.
„Það er búið að vera klikkað að gera síðan við auglýstum ferðir á pólsku. Enda er mikill fjöldi pólverja hér á svæðinu til lengri eða skemmri tíma, margir hafa sest hér að og þetta er auðvitað markaður sem þarf að sinna,“ sagði Ólafur Guðbergsson hjá SBK í samtali við VF í morgun.
Ólafur segir mikinn áhuga hjá fólkinu að skoða og kynnast Suðurnesjasvæðinu, sérstaklega hjá þeim sem sest hafa að á svæðinu. Þar sem pólskumælandi leiðsögumenn eru ekki fáanlegir en stefnt er að því að bjóða upp á leiðsögn með túlk í sérstakar skoðunarferðir um Suðurnesin.
Svokallaðar dekur- og djammferðir SBK hafa notið gríðarlegra vinsælda og einnig hefur verið góð aðsókn í skoðunarferðir um gamla Varnarsvæðið en fyrirtækið hóf að bjóða upp á þær skömmu eftir að herinn fór. Er þá ferðin oftast hluti af ferð um Reykjanes sem margir hópar hafa sótt í.
Ólafur segir að það auglýsinga- og markaðsátak sem SBK hóf fyrir nokkrum misserum í samtarfi við auglýsingadeild Víkurfrétta hafi skilað mjög góðum árangri.
Mynd: Í ferð með SBK. VF-mynd: elg
En SBK var ekki að auglýsa eftir starfsfólki, heldur var verið að auglýsa þjónustu fyrirtækisins á pólsku. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og hefur gríðarleg ásókn verið í hinar ýmsu ferðir sem SBK býður upp á.
„Það er búið að vera klikkað að gera síðan við auglýstum ferðir á pólsku. Enda er mikill fjöldi pólverja hér á svæðinu til lengri eða skemmri tíma, margir hafa sest hér að og þetta er auðvitað markaður sem þarf að sinna,“ sagði Ólafur Guðbergsson hjá SBK í samtali við VF í morgun.
Ólafur segir mikinn áhuga hjá fólkinu að skoða og kynnast Suðurnesjasvæðinu, sérstaklega hjá þeim sem sest hafa að á svæðinu. Þar sem pólskumælandi leiðsögumenn eru ekki fáanlegir en stefnt er að því að bjóða upp á leiðsögn með túlk í sérstakar skoðunarferðir um Suðurnesin.
Svokallaðar dekur- og djammferðir SBK hafa notið gríðarlegra vinsælda og einnig hefur verið góð aðsókn í skoðunarferðir um gamla Varnarsvæðið en fyrirtækið hóf að bjóða upp á þær skömmu eftir að herinn fór. Er þá ferðin oftast hluti af ferð um Reykjanes sem margir hópar hafa sótt í.
Ólafur segir að það auglýsinga- og markaðsátak sem SBK hóf fyrir nokkrum misserum í samtarfi við auglýsingadeild Víkurfrétta hafi skilað mjög góðum árangri.
Mynd: Í ferð með SBK. VF-mynd: elg