Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 5. október 2000 kl. 09:54

Misjöfn aðstaða til tónlistarkennslu

Aðstaða til tónlistarkennslu í grunnskólum bæjarins er misjöfn að mati Haraldar Árna Haraldssonar, skólastjóra Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og er ástandið í Myllubakkaskóla einna verst. Þetta kom fram á fundi Skóla- og fræðsluráðs Reykjanesbæjar í síðustu viku. Að sögn Haraldar er aðstaðan í Heiðar- og Njarðvíkurskóla mjög góð og aðstaðan í Holtaskóla fer sífellt batnandi, fyrir utan mikinn nið í loftræstirörum í kennslustofum. Ástandið í Myllubakkaskóla er hins vegar mjög lélegt eftir framkvæmdir sumarsins. Stofur eru án gólfefna og gluggi er með opinni viftu þannig að sandur og önnur óþrif berast inná hljóðfærin. Kristmundur Ásmundsson (S) lagði fram fyrirspurn á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag varðandi aðstöðuna í Myllubakkaskóla en lýsti jafnframt ánægju sinni með fjölgun nemenda tónlistarskólans og góða aðstöðu í hinum skólunum þremur. Ellert Eiríksson sagði að framkvæmdir stæðu nú yfir í Myllubakkaskóla og hann teldi það vera dagaspursmál að aðstaða til tónlistarkennslu yrði sambærileg við hina skólana.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024