Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Misjafn kostnaður sem fylgir því að gista á tjaldstæðum
Mánudagur 27. júní 2005 kl. 21:47

Misjafn kostnaður sem fylgir því að gista á tjaldstæðum

Mjög misjafnt er hversu dýrt það er að gista á tjaldsvæðum í kringum landið samkvæmt könnun Alþýðusambands Íslands.

Fjölskylda með tvö börn á aldrinum 12 og 15 ára getur gist frítt á tjaldstæði í Patreksfirði en þarf að borga 4800 á tjaldstæði í Haukadal. Það kostar fjölskylduna 4500 krónur að gista á tjaldstæði Alex við flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Algengast er að tekið sé gjald fyrir hvern einstakling sem gistir á tjaldsvæðinu og að ókeypis sé eða að afsláttur sé veittur fyrir börn fram að unglingsaldri. Nokkuð mismunandi er við hvaða aldur full gjaldtaka miðast. Á sumum svæðum er aðeins tekið eitt gjald fyrir hvert tjaldstæði óháð fjölda tjaldbúa.

VF-mynd úr safni af tjaldsvæði Alex

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024