Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 19. desember 2000 kl. 02:47

Minnst atvinnuleysi á Suðurnesjum

Atvinnuleysi er nú hlutfallslega minnst á Suðurnesjum en mest á Norðulandi vestra.Sjötíu og sex einstaklingar voru skráðir atvinnulausir í nóvembermánuði á Suðurnesjum, þar af 52 konur og 24 karlar. Mest atvinnuleysi var í aldurshópnum 15-29 ára eða 34 einstaklingar. Þegar horft er á menntunarstig atvinnulausra þá kemur í ljós að meirihluti þeirra er aðeins með grunnskólapróf, eða 54 einstaklingar, þar af 35 konur.
Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé hlutfallslega minnst á Suðurnesjum þá hefur það aukist töluvert að undanförnu. Á sama tíma í fyrra voru 71 á atvinnuleysisskrá en upp úr miðju sumri dró úr atvinnuleysi og það var minnst í júlí, aðeins fimmtán manns. Í október voru 34 atvinnulausir á Suðurnesjum en eins og fyrr segir þá eru nú 76 einstaklingar skráðir atvinnulausir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024