Minnkandi vindur í kvöld og nótt
Suðvestan 15-20 og él við Faxaflóa, en minnkandi vindur í kvöld og nótt. Vestlæg átt 5-8 á morgun og dálítil él. Frost 0 til 5 stig, en heldur svalara á morgun.
Veðurhorfur á landinu
Sunnan og suðvestan 13-23 m/s, hvassast um landið norðvestanvert. Víða él, en léttir til norðaustan- og austanlands. Fer að draga úr vindi síðdegis. Vestlæg átt 5-10 m/s á morgun. Dálítil él vestantil, snjókoma um landið austanvert, en slydda við suðausturströndina. Kólnandi veður, frost 1 til 9 stig í nótt og á morgun, en um frostmark suðaustantil.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag og föstudag:?Vestlæg átt 8-13 m/s. Víða él, en snjókoma með köflum austanlands. Frost 2 til 10 stig. ??Á laugardag:?Ákveðin suðlæg átt og slydda eða rigning sunnan- og austanlands, en útlit fyrir norðaustlæga átt og snjókomu norðvestantil. Hiti 0 til 5 stig en vægt frost norðaustantil. ??Á sunnudag:?Yfirleitt suðlæg átt með úrkomu víða um land, einkum sunnanlands. Hiti breytist lítið. ??Á mánudag:?Ákveðin sunnanátt og rigning. Hlýnandi veður. ??Á þriðjudag:?Suðvestlæg átt með skúrum eða éljum. Hiti við frostmark.