Minnkandi suðvestan átt og skúrir eða slydduél
Í morgun kl. 6 var suðvestan átt á landinu, víða 10-15 m/s. Víða skúrir eða slydduél, en léttskýjað austanlands. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Austfjörðum. Lýsing gerð 30.01.2007 kl. 06:50
Yfirlit
Um 200 km vestur af Vestfjörðum er 978 mb lægð sem fer NA. Skammt suður af Írlandi er 1032 mb hæð. Langt suðvestur í hafi er 982 mb lægð sem hreyfist NA.
Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búast má við stormi á norðantil fram að hádegi. Suðvestlæg átt, 10-18 m/s, en allt að 23 m/s á annesjum norðantil. Skúrir eða slydduél um landið vestanvert, en bjart að mestu austantil. Lægir smám saman þegar líður á daginn. Hiti 0 til 6 stig. Suðvestan 5-8 m/s í nótt og úrkomulítið og víða frost inn til landsins. Suðaustan 8-13 og rigning eða slydda sunnan- og vestantil um hádegi á morgun, en suðvestlægari og skúrir síðdegis. Hægari og þykknar upp norðaustan- og austanlands. Heldur hlýnandi.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Minnkandi suðvestan átt og skúrir eða slydduél, 5-10 síðdegis og úrkomuminna. Hægviðri í nótt. Suðaustan 8-13 upp úr hádegi á morgun og rigning, en suðvestlægari og skúrir síðdegis. Hiti 0 til 6 stig.
Heimild: Veðurstofa Íslands www.vedur.is