Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minnkandi norðanátt og léttir til
Mánudagur 20. febrúar 2012 kl. 08:40

Minnkandi norðanátt og léttir til

Faxaflói: Minnkandi norðanátt og léttir til, hægviðri síðdegis og frost 0 til 5 stig. Austan 5-13 og slydda eða rigning á morgun. Hiti 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðan 3-8 m/s og skýjað, hægari og léttir til í dag. Kólnandi, vægt frost síðdegis. Suðaustan gola og skýjað í kvöld. Austan 5-10 og rigning eða slydda á morgun. Hiti 1 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Austan 5-10 m/s. Slydda eða rigning á S-verðu landinu og hiti 0 til 5 stig, en dálítil snjókoma og vægt frost fyrir norðan.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 8-13 m/s en hægari SV-lands. Víða él og snjókoma á NA-verðu landinu. Hiti 1 til 5 stig syðst, annars í kringum frostmark.

Á fimmtudag:
Austanátt og úrkomulítið fyrir norðan. Annars slydda eða snjókoma, en rigning með suðurströndinni. Heldur kólnandi.

Á föstudag:
Vestanátt og él, en þurrt A-lands. Frost 0 til 7 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga átt með úrkomu S- og V-til. Hlýnandi veður.