Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minnkandi frost
Mánudagur 15. nóvember 2010 kl. 08:10

Minnkandi frost


Veðurspá fyrir Faxaflóasvæðið næsta sólarhringinn: Hægt vaxandi suðaustanátt, 8-13 m/s og þykknar upp síðdegis. Minnkandi frost. Suðaustan 10-18 og rigning eða slydda í kvöld og nótt, lægir síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu:
Suðaustan 5-10 og bjartviðri. Frost 0 til 5 stig. Suðaustan 10-15 og slydda eða rigning seint í kvöld, lægir síðdegis á morgun. Hiti 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga:


Á þriðjudag:
Austan- og suðaustanátt, víða 10-15 m/s og rigning eða slydda, einkum S- og A-lands. Lægir suðvestantil á landinu síðdegis. Hiti yfirleitt á bilinu 0 til 7 stig.

Á miðvikudag:

Norðanátt og snjókoma á norðvestanverðu landinu. Annars austlæg átt og rigning eða skúrir, einkum A-lands. Hiti 2 til 7 stig, en nálægt frostmarki norðvestantil.

Á fimmtudag:
Norðaustanátt og él N- og A-lands, en léttskýjað á SV- og V-landi. Frost 0 til 5 stig.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Norðaustanátt og víða úrkoma, en þurrt og bjart SV-lands. Hiti kringum frostmark.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024