Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minnka útblástur með meiri nákvæmni í staðsetningu
Cyriel Kronenburg frá Aireon og Ásgeir Pálsson framkvæmdastjóri flugleiðsögusviðs Isavia.
Miðvikudagur 18. janúar 2017 kl. 10:56

Minnka útblástur með meiri nákvæmni í staðsetningu

- Isavia undirritar samning um notkun á geimlægum kögunarbúnaði

Isavia hefur undirritað samning við fyrirtækið Aireon um notkun á geimlægum kögunarbúnaði til þess að stýra flugumferð á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Tæknin nefnist á ensku Space Based ADS-B og verður með henni hægt að fá nákvæmari upplýsingar um staðsetningu flugvéla í nyrðri hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins. Nú þegar er Isavia með ADS-B búnað á umferðarmesta hluta íslenska flugstjórnarsvæðisins en sá búnaður byggir á jarðstöðvum sem staðsettar eru á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Með geimkögunarbúnaðinum sem staðsettur verður í 75 gervihnöttum mun nást sama nákvæmni í staðsetningu flugvéla um allt íslenska flugstjórnarsvæðið, allt upp að norðurpólnum.  Í tilkynningu frá Isavia segir að þegar búnaðurinn verði kominn upp muni fyrirtækið framkvæma prófanir fyrir norðan 70. breiddargráðu til þess að meta til fullnustu hagræðið sem verður af breytingunni, en aldrei áður hefur verið hægt að fá svo nákvæmar upplýsingar um flugumferð við pólsvæðið. 

Að sögn Ásgeirs Pálssonar, framkvæmdastjóra flugleiðsögusviðs Isavia vinnur Aireon vinnur nú þegar með kollegum Isavia hjá NAV Canada og NATS í Bretlandi við uppsetningu á geimkögunarbúnaði við úthafsflugumferðarstjórn á Norður-Atlantshafi. „Við hjá Isavia viljum vera í fremstu röð hvað varðar öryggi og ekki síður hagkvæmni í flugstjórnarsvæðinu okkar. Kostirnir við að innleiða ADS-B á svæðinu okkar eru augljósir. Við vinnum í nánu samstarfi við flugleiðsöguaðilana í kringum okkur að umbótum og allar miða þær að því að gera ferðalag viðskiptavina okkar um svæðið sem best.“ 
 
Íslenska flugstjórnarsvæðið er 5,4 milljón ferkílómetrar að stærð og eitt hið stærsta í heiminum og fóru 165.000 flugvélar um svæðið á árinu 2016. Með aukinni staðsetningarnákvæmni innan svæðisins verður hægt að minnka aðskilnað milli flugvéla þannig að fleiri vélar geta í senn flogið við hagkvæmustu flugskilyrðin. Með þessu geta flugfélögin minnkað eldsneytiseyðslu og útblástur gróðurhúsaloftegunda. Hinn nýi búnaður stuðlar því að auknu öryggi, minnkuðum umhverfisáhrifum og sparnaði hjá flugfélögum. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024