Minnismerki í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar
Sandgerðisbær hefur efnt til opinnar hugmyndasamkeppni um minnismerki í tilefni af 100 ára afmæli vélbátaútgerðar í Sandgerði. Þann 4. febrúar eru liðin 100 frá að að mb Gammur lagðist við akkeri í Sandgerðisvík og hóf fiskveiðar frá Sandgerði. Af þessu tilefni er ráðgert að setja upp minnismerki á Hafnarsvæðinu vestan við ljósavitann. Þema verksins á að vera tengt vélum, bátum, skipum, störfum sjómanna og fjölbreytileika hafsins. Í lýsingu um samkeppnina segir að verkið verði í þrívídd og eigi að snúast eftir vindum þannig að það sé síbreytilegt eins og skip á sjó. Reiknað er með að það verði 2 metra hátt. Skilafrestur hugmynda rennur í 25. janúar.