Minningarsjóður Gísla Þórs Þórarinssonar veitti styrki til góðra mála
Minningarsjóður Gísla Þórs Þórarinssonar var stofnaður í fyrra til minningar um Njarðvíkinginn Gísla Þór og er tilgangur sjóðsins að veita styrki til góðgerðarmála. Veittir eru styrkir úr sjóðnum þann 1. september ár hvert, á afmælisdegi Gísla Þórs.
Sjóðurinn hefur það að markmiði að styrkja málefni þar sem að velferð barna og unglinga er í forgrunni.
Í ár ákvað sjóðurinn að veita styrk til stofnunar barnalúðrasveitar í Meham í Noregi, Njarðvíkurskóla, Kvenfélags Njarðvíkur, Minningarsjóðs Ölla og tveggja einstaklinga.
Styrkirnir í ár eiga það sameiginlegt að aðstoða börn og unglinga við að stunda íþróttir, tómstundir og annað félagslíf barna.