Minningarmessa í Keflavíkurkirkju á sunnudagsmorgun
Minningarmessu í Keflavíkurkirkju sem var frestað vegna veðurs verður haldin sunnudaginn 25. febrúar kl. 11:00
Vegna veðurs var minningarmessu, sem áður var auglýst frestað. Komandi sunnudag verður því guðsþjónustan kl. 11:00 helguð von í minningu þeim örlagaríka sjóslyssdegi 8. janúar 1988 er Bergþór KE 5 sökk. Tveir úr áhöfninni fórust en þrír björguðust.
Í nærveru aðstandenda, áhafnarmeðlima er komust af og kirkjugesta verður sagan sögð af Bylgju Dís Gunnarsdóttur sem einnig mun flytja einsöng.
Kórfélagar syngja undir stjórn Arnórs organista.
Sunnudagaskóli verður á sínum stað á sama tíma.
Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Messu- og súpuþjónar ásamt fermingarforeldrum sinna mikilvægri þjónustu. Verið öll velkomin að þiggja súpu og Sigurjónsbrauð í lokin, segir í tilkynningu.