Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minningarbók um Vilhjálm í anddyri Myllubakkaskóla
Mánudagur 8. september 2003 kl. 18:01

Minningarbók um Vilhjálm í anddyri Myllubakkaskóla

Minningarathöfn um Vilhjálm Ketilsson, skólastjóra Myllubakkaskóla, var haldin með nemendum skólans í morgun og geta þeir sem vilja votta virðingu sína, ritað nafn sitt í minningarbók sem liggur frammi í anddyri skólans.Vilhjálmur lést sl. laugardag, 53 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu, Sigrúnu Birnu Ólafsdóttur og fjögur eftirlifandi börn. Útför Vilhjálms Ketilssonar fer fram föstudaginn 12. september kl. 14.00 frá Keflavíkurkirkju.

Næstkomandi fimmtudag verður stund fyrir nemendur Myllubakkaskóla í Kirkjulundi. Yngri nemar í Myllubakkaskóla safnast saman í Kirkjulundi í minningu hins ástsæla skólamanns og skólastjóra Vilhjálms Ketilssonar kl. 10 árdegis og eldri nemar koma saman kl. 11 árdegis. Rut Reginalds syngur sigurlag Ljósanætur, Ljóssins englar eftir Magnús Kjartansson og Ég trúi á ljós.
Klukkan tvö eftir hádegi sama dag verður sérstök minningarathöfn fyrir fyrrum nemendur Vilhjálms í Keflavíkurkirkju og Kirkjulundi.

Myndin: Nemendur úr Myllubakkaskóla hafa kveikt á kertum og lagt blóm við aðalinngang skólans til að minnast Vilhjálms skólastjóra.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024