Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Minningarathöfn um fórnarlömb vélhjólaslysa í Kúagerði
Fimmtudagur 10. júní 2004 kl. 22:47

Minningarathöfn um fórnarlömb vélhjólaslysa í Kúagerði

Í kvöld var haldin minningarathöfn um tvo unga menn sem látist hafa í vélhjólaslysum á síðustu dögum. Minningarathöfnin fór fram í Kúgerði og var hún fjölmenn, en vel á annað hundrað vélhjólamenn komu á svæðið til að votta þeim látnu virðingu sína. Þeir voru Pétur Helgu Guðjónsson úr Sandgerði, sem lést í vélhjólaslysi á Garðbraut í Garði á föstudag í síðustu viku og Guðmundur Karl Gíslason sem lést í vélhjólaslysi á Þingvallavegi um síðustu helgi.
Etir að athöfninni lauk í Kúagerði fór hópurinn inn að Landsspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi til að heilsa upp á vélhjólamann sem slasaðist alvarlega í vélhjólaslysi í höfuðborginni í byrjun maí.

 

Ljósm.: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024