Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 8. mars 2000 kl. 15:46

Minnihlutinn vill deiliskipulag fyrir Innri Njarðvík

Lóðamál í Reykjanesbæ eru enn í hámæli en hefur lóðaskortur verið í bæjarfélaginu um nokkurt skeið. Ólafur Thordersen (J) lagði fram tillögu fyrir hönd minnihlutans á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar s.l. þriðjudag, að nú þegar yrði hafist handa við gerð deiliskipulags fyrir Innri Njarðvíkurhverfi. „Gera skal ráð fyrir blandaðri byggð og að hverfið geti rúmað rúmlega 2000 manns. En það er æskileg stærð svo um sérstakt skólahverfi geti veirð að ræða“, sagði í tillögu Ólafs. Ellert Eiríksson (D) lagði til að tillögunni yrði hafnað þar sem ekki væri tímabært að samþykkja hana og vísaði í undirbúning á íbúðabyggð á Grænás-, Nikkel- og Innri-Njarðvíkursvæði. Jónína Sanders (D) tók undir með Ellerti og lagði til að tillöga Ólafs yrði vísað frá. Jóhann Geirdal (J) gat þá ekki lengur orða bundist og sagði að það væri rétt að verið væri að vinna að deiliskipulagi fyrir Grænás en sú vinna væri ekki hafin fyrir Innri-Njarðvík og um það snerist málið. Meirihlutinn samþykkti að vísa tillögu Ólafs frá en Böðvar Jónsson (D) sat hjá í atkvæðagreiðslunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024