Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minnihlutinn skammaði forsetann!
Fimmtudagur 18. september 2003 kl. 11:35

Minnihlutinn skammaði forsetann!

Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ var í hlutverki forseta bæjarstjórnar nú í vikunni og fór með fundarstjórn. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Þorsteinn fer með þetta hlutverk og fórst það vel úr hendi. Fulltrúar minnihlutans þurftu þó að skamma Steina þegar þeir vildu ræða fréttir um ólöglegt fráveitugjald. Steini sagði málið ekki á dagskrá og þar við sat - málið sem sagt ekki til umræðu. Þarna sögðu margir gamla skipstjórann hafa komið upp í Steina, þar sem menn ræða ekki næstu veiðiferð í þessari. Þorsteinn sagði málið verða tekið upp á næsta bæjarstjórnarfundi, en úrskurður í fráveitumálinu verður lagður fyrir bæjarráð Reykjanesbæjar í dag.

Á meðfylgjandi mynd er Jóhann Geirdal að skamma Þorstein Erlingsson á bæjarstjórnarfundinum á þriðjudaginn. Svipurinn á Steina segir allt!

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024