Minnihlutinn í Garði vildi nýjan sveitarstjóra
Tillaga var borin upp á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps í vikunni að staða sveitarstjóra Gerðahrepps yrði auglýst. Það voru hreppsnefndarfulltrúar I-listans sem báru upp tillöguna sem var eftirfarandi: “Hreppsnefnd Gerðahrepps samþykkir að auglýsa stöðu sveitarstjóra lausa” Í greinargerð með tillögunni segir: „Þar sem að í nýafstöðnum kosningum bauð F-listinn Sigurð Jónsson fram sem sveitarstjóraefni sitt og fékk 346 atkvæði af 700 er ekki hægt að greina að meirihluti hafi samþykkt hann sem áframhaldandi sveitarstjóra.“ Tillagan felld með 4 atkvæðum, 3 greiddu tillögunni atkvæði sitt.
Tillaga frá F-lista:
„Hreppsnefnd samþykkir að ráða Sigurð Jónsson, Melbraut 15 Garði áfram sem sveitarstjóra og gildir ráðningin fyrir kjörtímabilið 2002-2006. Um ráðningartíma og kjör er gerður sérstakur ráðningasamningur þar sem m.a. kemur fram að launakjör verða þau sömu og verið hafa á nýliðnu kjörtímabili. Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að undirrita ráðningasamning við sveitarstjóra, Sigurð Jónsson, en samningurinn hefur verið kynntur á fundinum.“ Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 á móti og 2 sátu hjá.
Tillaga frá F-lista:
„Hreppsnefnd samþykkir að ráða Sigurð Jónsson, Melbraut 15 Garði áfram sem sveitarstjóra og gildir ráðningin fyrir kjörtímabilið 2002-2006. Um ráðningartíma og kjör er gerður sérstakur ráðningasamningur þar sem m.a. kemur fram að launakjör verða þau sömu og verið hafa á nýliðnu kjörtímabili. Hreppsnefnd samþykkir að fela oddvita að undirrita ráðningasamning við sveitarstjóra, Sigurð Jónsson, en samningurinn hefur verið kynntur á fundinum.“ Samþykkt með 4 atkvæðum, 1 á móti og 2 sátu hjá.