Minniháttar meiðsl í hörðum árekstri
 All harður árekstur varð á gatnamótum Kirkjubrautar og Stapagötu í Innri Njarðvík í gærmorgun þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Meiðsl á fólki voru minniháttar en bifreiðarnar voru óökufærar og því fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.
All harður árekstur varð á gatnamótum Kirkjubrautar og Stapagötu í Innri Njarðvík í gærmorgun þar sem tvær bifreiðar lentu saman. Meiðsl á fólki voru minniháttar en bifreiðarnar voru óökufærar og því fluttar af vettvangi með dráttarbifreið.
Ámeðal annara verkefna lögreglu í gær má nefna að einn ökumaður var kærður fyrir að spenna ekki barn sitt í bílbelti og að vera ekki spenntur sjálfur. Þá var annar ökumaður kærður fyrir að tala í farsíma án handfrjáls búnaðar og þrír ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.
Rólegt var á næturvaktinni, en einn ökumaður var tekinn vegna gruns um ölvunarakstur.
VF-mynd úr safni

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				