Minniháttar brunaútkall í Kaffitár
Brunavarnir Suðurnesja voru kallaðar út að húsnæði Kaffitárs að Fitjum í dag. Ekki reyndist um mikinn eld að ræða og var slökkvilið fljótt að afgreiða málin.
Svo bar til að á sömu 15 mínútunum bárust BS þrjú önnur útköll vegna sjúkraflutninga. Slökkviliðsmaður á vakt sagði í samtali við Víkurfréttir að þó ekki væri algengt að útköll bærust svo mörg á sama tíma væru þeir með mannskap til að anna sínum verkefnum.
VF-mynd/Þorgils