Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minniháttar árekstur í Sandgerði
Þriðjudagur 20. september 2005 kl. 10:19

Minniháttar árekstur í Sandgerði

Árekstur varð á Suðurgötu í Sandgerði í gær þar sem tvær bifreiðar rákust saman. Engin slys urðu á fólki og eignartjón var minniháttar.  Ökumenn voru aðstoðaðir við útfyllingu á tjónaformi.

Auk þess stöðvaði lögregla allnokkra ökumenn sem þóttu keyra helst til geyst. Var sá sem hraðast ók á 117 km hraða.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024