Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Minni þorskur, meiri ýsa og ufsi
Þriðjudagur 22. janúar 2008 kl. 15:41

Minni þorskur, meiri ýsa og ufsi

Þorskafli á Suðurnesjum dróst saman 554 tonn á milli ára í desember. Alls bárust 1071 tonn af þorski á land í Suðurnesjahöfnum í desember síðastliðnum en 1,625 þorsktonnum var landað í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofunni en þær sýna glögglega að sjómenn sækja í auknu mæli í aðrar bolfisktegundir eins og ýsu og ufsa eftir að aflaheimildir í þorski voru skornar niður með valdboði síðastliðið haust.
Þannig að var 565 tonnum af ýsu landað í Grindavík í desember síðastliðnum á móti aðeins 251 tonni í sama mánuði árið áður. Ufsaaflinn þar var 450 tonn nú í desember en var 250 tonn fyrir ári.  Í Sandgerði var 138 tonnum af ufsa landað í desember en aðeins 18 tonnum árið áður.
 
Ef teknar eru saman tölur yfir heildarafla á Suðurnesjum í þorski, ýsu og ufsa kemur í ljós að hann nam 2,496 tonnum í desember síðastliðnum en 2,863 tonnum árið áður.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024